HVENÆR
24. nóvember 2023
11:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Bing Chat Enterprise og CoPilot, en Bing er með spjalleiginleika knúinn af næstu kynslóðarútgáfu af stóra tungumálalíkani OpenAI, sem byggir á  ChatGPT 4.

 

Menntavísindasvið og Háskóli vilja leiða nýtingu gervigreindar í skólastarfi og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem tæknin hefur í för með sér.

Því er nauðsynlegt að kennarar og starfsfólk okkar fái nauðsynlegan stuðning til að geta nýtt gervigreindina í starfi sínu.

Háskóli Íslands er með samning við Microsoft og hefur starfsfólk HÍ því aðgang að Bing Chat Enterprise og CoPilot, en Bing er með spjalleiginleika knúinn af næstu kynslóðarútgáfu af stóra tungumálalíkani OpenAI, sem byggir á  ChatGPT 4.

Fös. 24. næstkomandi verður kynning á þessu og hvernig hægt er að nýta sér þetta í skólastarfinu

Dagskrá

11:00-11:30. Jóhann Áki Björnsson fer yfir grunnatriðin, þ.e. innskráningarferlið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig hægt er að nota Bing AI, Bing Chat og Copilot.

11:30-12:00. Tryggvi Thayer fer yfir hvernig kennarar og fræðafólk geta notað gervigreindina og kemur með ýmis dæmi og vangaveltur um framtíð háskólamenntunar.

Ætlunin er að þetta verði fyrst kynningin í röð námskeiða, fyrir kennara og starfsfólk MVS.

Ekki missa af Gervigreindarhraðlestinni – ekki missa að þessari kynningu

Búið er að senda Teams fundarboð á starfsfólk MVS

Mbk. Jóhann, Tryggvi og Eyjólfur

Upptöku af kynningunni og gagnlega tengla má nálgast HÉR