Gervigreind í skólastarfi – efni fyrir kennara og starfsfólk MVS/HÍ

Menntavísindasvið og Háskóli vilja leiða nýtingu gervigreindar í skólastarfi og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem tæknin hefur í för með sér.

Því er nauðsynlegt að kennarar og starfsfólk okkar fái nauðsynlegan stuðning til að geta nýtt gervigreindina í starfi sínu.

Háskóli Íslands er með samning við Microsoft og hefur starfsfólk HÍ því aðgang að Bing Chat Enterprise og CoPilot, en Bing er með spjalleiginleika knúinn af næstu kynslóðarútgáfu af stóra tungumálalíkani OpenAI, sem byggir á  ChatGPT 4.

Á næstunni verða haldnar kynningar/vinnustofur fyrir starfsfólk og verða þær á Teams. Upptökur frá þessu og annað efni verður sett inn á þessa síðu. Athugið að einungis starfsfólk HÍ getur horft á upptökurnar.

Kynning og vinnustofa fös. 24. nóv. 2023

Dagskrá

11:00-11:30. Jóhann Áki Björnsson fer yfir grunnatriðin, þ.e. innskráningarferlið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig hægt er að nota Bing AI, Bing Chat og Copilot.

11:30-12:00. Tryggvi Thayer fer yfir hvernig kennarar og fræðafólk geta notað gervigreindina og kemur með ýmis dæmi og vangaveltur um framtíð háskólamenntunar.

Myndaband frá kynningunni

Frá Tryggva. Fyrir þá sem hafa keyptan aðgang að ChatGPT þá er EntreComp Leiðbeinandinn HÉRNánari uppl. tbt@hi.is

Frá Jóhanni Áka. Góðir tenglar til að fylgjast með - nánari uppl. jab@hi.is:

Viva Engage - Gervigreind (yammer.com) (allir ríkisskólarnir hafa þennan aðgang)

 

 

 
 

-------------

Gervigreind í skólastarfi II – fyrir kennara og starfsfólk MVS/HÍ. Vinnustofa 8. des. 20233

Dagskrá:

11:00-11:30. Jóhann Áki Björnsson tekur næstu skref með Bing AI, Bing Chat og Copilot

11:30-12:00.  Gervigreind sem tæki í námskeiðahönnunSigurbjörg Jóhannesdóttir deilir reynslu sinni af að nota gervigreindarverkfæri til að þróa námskeið fyrir háskólakennara um fjarkennslu og stafræna kennsluhætti. Hún mun deila reynslu sinni af notkun gervigreindartóla eins og ChatGPT 3.5/4.0, Bing Chat Enterprise/CoPilot, Google Bard, Scite og Adobe Firefly Image (Beta 2). 

Námskeiðið sem hún hannaði er byggt á niðurstöðum Placedu rannsóknarinnar, með áherslu á að mæta áskorunum í fjarnámi. Það er á vefslóðinni: https://placedu-project.com/3-teaching-and-learning/

Upptaka frá vinnustofunni

Frá Jóhanni Áka. Góðir tenglar til að fylgjast með - nánari uppl. jab@hi.is. Þessar síður geta veitt þér góðar hugmyndir um hvernig þú getur notað AI til að búa til fyrirspurnir fyrir mismunandi verkefni og viðfangsefni. Ef þú þarft frekari upplýsingar eða aðstoð, endilega láttu mig vita.

 
 
 
 
Aðrir gagnlegir tenglar frá Jóhanni:
 
 
 
 
 
 

-------------

Aðrir tenglar

Fyrirlestur sem Sigurbjörg Jóhannesdóttir um gervigreind. HÉR má nálgast glærurunar. Nánari uppl. sibba@hi.is

Introducing Bing Chat Enterprise in the Windows Copilot Preview

Introducing Bing Chat Enterprise

Vefsíða sem heldur utan um fjölda gervigreinda og spjallmenna.

Nánari upplýsingar um vinnustofurnar og ef þú ert með ábendingar/beiðni um að taka eitthvað ákveðið efni fyrir eða halda vinnustofu

Mynd af Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson
  • Forstöðumaður
5255504 ey [hjá] hi.is nýsköpun;;stjórnun;;stefnumótun Nýsköpun og menntasamfélag