Örnám fyrir fólk í skóla- og frístundastarfi
Örnám fyrir fólk í skóla- og frístundastarfi
Breytingar hafa orðið á Menntavísindasviði og er nú boðið upp á örnám og örnámsleiðir í stað opinna einingabærra námskeiða.
Örnám á Menntavísindasviði
Örnám er stutt nám sem auðveldar fólki að bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Námið er byggt upp eins og annað háskólanám og lýtur sömu gæðakröfum.
Örnámi lýkur ekki með prófgráðu heldur fá nemendur staðfest með vottorði að námi sé lokið.
Örnám er metið til ECTS-eininga sem í mörgum tilvikum er hægt að nýta í öðru námi sem lýkur með prófgráðu.
Námið er þá metið ýmist sem hluti af skyldunámi, eða sem hluti af bundnu eða frjálsu vali. Örnám getur verið allt að 59 ECTS-einingum og er bæði á grunn- og framhaldsstigi.
Örnám getur hentað mjög vel með vinnu og eykur hæfni fólks til þátttöku í atvinnulífi.

Námskeið tengd Menntastefnu Reykjavíkurborgar
Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. Opin, einingarbær námskeið á vegum Háskóla Íslands styðja við Menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar
![]() |
Unnur Björk Arnfjörð Jóhönnudóttir |
|
5255944 | unnurbjork [hjá] hi.is | starfsþróun kennara;;menntahleðsla;;moli;;einingabær námskeið | https://iris.rais.is/is/persons/bc948d6f-6956-4368-a847-d69509f1c0e1 | Nýsköpun og menntasamfélag |