NýMennt (Nýsköpun og Menntasamfélag) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands vinnur að samfélagslegri nýsköpun og starfsþróun í nánu samstarfi við stjórnvöld, sveitarfélög, menntastofnanir og aðra hagaðila með farsæld barna að leiðarljósi.
Nokkur meginhlutverk NýMenntar eru m.a. að:
- Vera gátt að starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks í menntakerfinu
- Námskeiðahald fyrir starfsfólk og stjórnendur í skóla- og frístundastarfi
- Stuðningur við ýmis verkefni í þágu farsældar barna sem leggja áherslu á stuðning við uppalendur og fagaðila
- Stuðningur við lærdómssamfélag raunvísinda- og tæknigreinakennara og eflingu STEM og STEAM menntunar
- STEAM í Sögu. Stefnt er að setja upp stafræna smiðju á Sögu, þar sem brædd eru saman starfsþróun á Menntavísindasviði, FabLab og Mixtúra - sköpunar- og tækniver skóla- og frístundasviðs Rvk.
- Vísindamiðlun til almennings og stuðningur við miðlun vísindafólks
- Stuðningur við menntatæknilausnir fyrir menntakerfið, nýsköpun á sviði menntunar og stafrænt námsumhverfi
- Leiða saman krafta frumkvöðla úr menntakerfinu, fræðasamfélaginu og fyrirtækjum landsins
- Standa fyrir fræðslu, ráðgjöf, hröðlum og keppnum á sviði nýsköpunar, samfélagslegra áskoranna, menntunar, fræðslu og náms, á öllum skólastigum
- Skapa vettvang til að móta og þróa nýjar aðferðir á sviði náms og menntunar
- Styðja við ýmis verkefni í þágu farsældar barna sem leggja áherslu á stuðning við uppalendur og fagaðila
Skrifstofa Nýmenntar er staðsett í Stakkahlíð í stofu K-204.
Staffið
