11:00 til 12:30
Bing Chat Enterprise og CoPilot, en Bing er með spjalleiginleika knúinn af næstu kynslóðarútgáfu af stóra tungumálalíkani OpenAI, sem byggir á ChatGPT 4.
Þá er komið að framhaldi af hinni ótrúlega vel heppnuðu og fjölmennu vinnustofu, sem var haldin 24. nóvember 2023. Hægt er að nálgast upptöku og ýmiskonar fróðleik/tengla HÉR
Dagskrá:
11:00-11:30. Jóhann Áki Björnsson tekur næstu skref með Bing AI, Bing Chat og Copilot
11:30-12:00. Gervigreind sem tæki í námskeiðahönnun. Sigurbjörg Jóhannesdóttir deilir reynslu sinni af að nota gervigreindarverkfæri til að þróa námskeið fyrir háskólakennara um fjarkennslu og stafræna kennsluhætti. Hún mun deila reynslu sinni af notkun gervigreindartóla eins og ChatGPT 3.5/4.0, Bing Chat Enterprise/CoPilot, Google Bard, Scite og Adobe Firefly Image (Beta 2).
Námskeiðið sem hún hannaði er byggt á niðurstöðum Placedu rannsóknarinnar, með áherslu á að mæta áskorunum í fjarnámi. Það er á vefslóðinni: https://placedu-project.com/3-teaching-and-learning/.
12:00 - 12:30 Q&A
Vinnustofan fer fram á TEAMS - Búið er að senda Teams fundarboð á starfsfólk MVS
Nánari uppl: Eyjólfur, ey@hi.is