Athugið að mikilvægt er að lesa vel upplýsingar í kennsluskrá varðandi hvort námskeið eru kennd í staðnámi eða fjarnámi. Sömu kröfur gilda fyrir nemendur námslínunnar og almennra nemenda Háskóla Íslands hvað varðar mætingu og verkefnaskil.
Umsókn og skráningargjald
- Sótt er um á umsóknarsíðu Háskóla Íslands:
- Ný umsókn - námsleiðir - Framhaldsnám - Menntavísindasvið - Faggreinakennsla, Lokapróf á meistarastigi 60 ECTS
- Umsóknarfrestur er til og með 5. júní fyrir haustmisseri og 30. nóvember fyrir vormisseri.
- Skráningargjald er 75.000 kr. og er nemandi þá skráður bæði á haust- og vormisseri.
- Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.
- Námskeiðin eru öll einingabær og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleiðir ef viðkomandi ákveður að fara í frekara nám.
Forkröfur
- Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu (B.Ed., B.S eða B.A) geta sótt um.
Athugið!
Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn.