Bekkjarsattmali
Meðal viðfangsefna er áhættuhegðun ungmenna og tengsl við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti
Legokubbar og drengur
Í náminu er leitast við að tengja verkefni við skóla og annan vettvang menntunar og uppeldis og veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á mikilvægum viðfangsefnum á sviði menntunar, skóla og einstaklingsþroska
Í náminu er leitast við að tengja verkefni við skóla og annan vettvang menntunar og uppeldis og veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á mikilvægum viðfangsefnum á sviði menntunar, skóla og einstaklingsþroska. 
Meginmarkmið er að efla nemendur til að dýpka nemendur fræðilega þekkingu sína, efla starfshæfni og sérhæfa sig á afmörkuð fræðasviði. Námið getur verið upphaf að frekara námi og veitir nemanda rétt á að sækja um í framhaldsnám á meistarastigi. 
Nemendur læra að þekkja og skilja íslenskunám barna með ólíkan tungumála og menningarbakgrunn og geti metið og aðlagað kennsluaðferðir sem ætlað er að mæta einstaklingsbundnum mállegum og námslegum þörfum barna með ólíkan tungumálabakgrunn. Einnig þær áskoranir sem geta haft áhrif á tilfinningar og hegðun barna í nýju umhverfi.
Kennsla íslensku og læsis er 20 eininga örnámsleið sem ætlað er að styðja við kennara og aðra sem vinna í fjölbreyttum nemendahópum,  með áherslu á málþroska, læsisfærni og kennslu fjöltyngdra barna.
Örnámsleið í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf er hagnýt námsleið þar sem nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum og hagnýtum verkfærum sem þau geta notað strax í sínu starfi. Sjónum er einkum beint að hlutverki  kennsluráðgjafa, skólaþjónustu og kennara sem annast leiðsögn í starfi svosem til kennaranema í vettvangsnámi, nýrra kennara eða samkennara í skólaþróun. 
Örnám í stjórnun menntastofnana er stutt námsleði sem ætlað er að efla leiðtogafærni í íslensku menntakerfi.  Horft er til skólans sem lærdómssamfélags þar sem fram fer starfsþróun og þróunarstarf. Áhersla er lögð á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd. 
Í náminu er leitast við að kynna fyrir nemendum fjölbreyttar leiðir í starfi með fólki sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi. Enn fremur er sérstök áhersla lögð á að fjalla um þær áskoranir sem fagstétt, eins og þroskaþjálfar, stendur frammi fyrir á hverjum tíma. Stór þáttur í starfi þroskaþjálfa felst í leiðsögn og fræðslu fyrir ófaglært starfsfólk og því verður einnig áhersla á að kenna nemendum hvernig skipuleggja megi og framkvæma fræðslu með fullorðnu fólki. 
Share