Menntahleðsla: Erasmus+ fyrir skóla

Image
HVENÆR
26. mars 2025
15:00 til 16:00
HVAR
Rafrænt
Zoom
NÁNAR

Á þessari kynningu verður farið yfir grunnatriði Erasmus+ og fjölbreytt tækifæri sem áætlunin býður skólum upp á.

Þátttakendur fræðast um hvernig skólar geta sótt um styrki til nemenda- og starfsmannaskipta, þátttöku í samstarfsverkefnum og faglega þróun kennara. Einnig verður farið yfir umsóknarferlið, hvernig finna má samstarfsaðila í Evrópu, og hvernig Erasmus+ getur stutt við alþjóðavæðingu í skólastarfi.

Kynningin fer fram á Zoom og er öllum leik-, grunn- og framhaldsskólakennurum sem vilja kynna sér Erasmus+ styrkina og þá möguleika sem standa kennurum til boða, og/eða alla forvitna um Erasmus+. 

Taktu endilega samstarfskennara þína með þér!

 

Skráning er á hér 

Skráningu lýkur 26. mars kl. 12:00 og verður zoom hlekkur sendur út eftir það. 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is