Leiðsagnarnám
Hvenær
15. október 2025
15:00 til 16:30
Hvar
Rafrænt
Zoom
Nánar

Fjórða hleðsla af sex -

  • Endurgjöf og námsmat

Fjórða hleðsla af sex hleðslur um leiðsagnarnám. 

Fyrsta hleðslan var 7. maí en enn er hægt að taka þátt  þó svo þú hafir misst af henni. Skráning er hér

Skráningarfrestur er 20. ágúst. 

Skráningarverð 20.000 kr fyrir allar hleðslurnar.

Eftirfarandi hleðslur í leiðsagnarnámi 2025-2026

  • Hvað er leiðsagnarnám og hvers vegna er það eftirsóknarvert?
  • Að setja námsmarkmið og árangursviðmið
  • Að greina skilning nemenda
  • Endurgjöf og námsmat
  • Valdefling nemenda
  • Spurt og svarað

Leiðbeinandi er Nanna Kristín Christiansen

Í þessari fjórðu hleðslu verður fjallað um ... 

Leiðbeinandi er Nanna Kristín Christiansen

 

 

--------------

Nanna Kristín Christiansen er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað á sviði menntamála í áratugi. Lengst af var hún grunnskólakennari en síðar verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Jafnframt hefur hún verið gestakennari við Menntavísindasvið HÍ og sjálfstætt starfandi fyrirlesari og ráðgjafi. Nanna er höfundur bókarinnar Leiðsagnarnám, skref fyrir skref (2024),  Skóli og skólaforeldrar, Ný sýn á samstarfið um nemandann (2010) og handbókarinnar Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla (2014) ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur. Nanna og Edda G. Kjartansdóttir, eru ritstjórar veftímaritsins Krítarinnar sem fjallar um uppeldis- og menntamál.

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 
Allar nánari upplýsingar: Unnur Björk Arnfjörð verkefnisstjóri

Share