
Önnur hleðsla af sex hleðslur um leiðsagnarnám.
Fyrsta hleðslan var 7. maí en fyrir þau sem misstu af henni er upptaka í boði.
Skráning er hér
Skráningarfrestur er 31. ágúst.
Skráningargjald er 20.000 kr fyrir allar hleðslurnar.
Eftirfarandi hleðslur í leiðsagnarnámi 2025-2026
- Hvað er leiðsagnarnám og hvers vegna er það eftirsóknarvert?
- Að setja námsmarkmið og árangursviðmið
- Að greina skilning nemenda
- Endurgjöf og námsmat
- Valdefling nemenda
- Spurt og svarað
Leiðbeinandi er Nanna Kristín Christiansen
Nanna Kristín Christiansen er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað á sviði menntamála í áratugi. Lengst af var hún grunnskólakennari en síðar verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Jafnframt hefur hún verið gestakennari við Menntavísindasvið HÍ og sjálfstætt starfandi fyrirlesari og ráðgjafi. Nanna er höfundur bókarinnar Leiðsagnarnám, skref fyrir skref (2024), Skóli og skólaforeldrar, Ný sýn á samstarfið um nemandann (2010) og handbókarinnar Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla (2014) ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur. Nanna og Edda G. Kjartansdóttir, eru ritstjórar veftímaritsins Krítarinnar sem fjallar um uppeldis- og menntamál.