graphogame
Hvenær
20. ágúst 2025
14:00 til 15:00
Hvar
Rafrænt
Zoom
Nánar

Fræðslustund um iPad smáforritið Graphogame sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra og þjálfa undirstöðuatriðin í lestri á íslensku.

Graphogame er smáforrit sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra undirstöðuatriði í lestri á íslensku. Forritið var upphaflega hannað af finnskum læsisfræðingum með þarfir lesblindra í huga. Það hefur verið þýtt og staðfært á íslensku og farið í gegnum áhættumat hjá Reykjavíkurborg varðandi persónuvernd.   

Graphogame hentar vel til að kenna og þjálfa byrjendur í lestrarnámi. Til að ná tökum á hljóðum stafanna og læra að tengja hljóðin saman í orð þurfa börn að heyra hljóðin aftur og aftur. Endurtekningin er mikilvægur hluti af því ferli að verða vel læs og leikurinn veitir þá þjálfun, aðlagar verkefnin að persónulegri getu hvers og eins þannig að hver nemandi fær þá þjálfun sem á þarf að halda. Í ferlinu læra nemendur einnig að draga rétt til stafs og komast ekki áfram nema gera það rétt. Mælt er með 15 mínútna notkun þrisvar í viku til daglega.     
Lestrarforritið er eitt af mest rannsökuðu námsforritum í Evrópu og komið hefur í ljós að eldri nemendur sem eru hæglæsir eða með lestrarvanda hafa náð miklum árangri með því að fara í gegnum forritið, þá einkum þegar vandinn snýr að hljóðrænni úrvinnslu eða þá nemendur sem eru að læra hljóð íslenska stafrófsins.  

 

Hér skráir þú þig 

*Fræðslustundin verður tekin upp og gerð aðgengileg eftir á í 30 daga, með fyrirvara um birtingarleyfi fræðsluaðila.
Þau sem sitja erindið verða klippt út.

 

 

Um fræðslustundirnar: 

Fræðslustundirnar eru samstarfsverkefni Mixtúru og Nýmenntar, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fræðslustundirnar eru stuttar, hnytmiðaðar kynningar á því nýjasta í heimi tækninnar fyrir skóla- og frístundastaf. 

 

 

Share