evolites_netmynd
Hvenær
19. september 2025
14:00 til 15:00
Hvar
Rafrænt
Zoom
Nánar

Fræðslustund um Evolytes námkserfið sem hjálpar börnum að læra og þjálfa stærðfræði. 

Evolytes námskerfið býður upp á skemmtilega leið til að læra og þjálfa stærðfræði. Námsefnið samanstendur af námsbókum, námsleik og upplýsingakerfi sem vinna öll saman sem ein heild í gegnum gagnadrifin einstaklingsmiðaðan hugbúnað. Hugbúnaðurinn les getu nemenda og aðlagar erfiðleikastig námsefnisins að getu hvers og eins í rauntíma.  Kennarar fá góða yfirsýn yfir námsframvindu í rauntíma inni í upplýsingakerfinu og geta því í strax stutt við hvert og eitt barn í ferlinu. Námsleikurinn snýst um að þjálfa nemendur í stærðfræði og hámarka árangur þeirra á einstaklingsmiðaðan hátt.  Nemendur fá viðfangsefni/dæmi til þess að leysa og byggir erfiðleikastig næsta dæmis á niðurstöðum þess fyrra. 

Skráning og nánari upplýsingar https://bit.ly/evolyteskynning2025

*Fræðslustundin verður tekin upp og gerð aðgengileg eftir á í 30 daga, með fyrirvara um birtingarleyfi fræðsluaðila.
Þau sem sitja erindið verða klippt út. 

 

 

Um fræðslustundirnar: 

Fræðslustundirnar eru samstarfsverkefni Mixtúru og Nýmenntar, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fræðslustundirnar eru stuttar, hnytmiðaðar kynningar á því nýjasta í heimi tækninnar fyrir skóla- og frístundastaf. 

Share