Menntahleðsla: eTwinning fyrir byrjendur
15:00 til 16:00
Á þessari kynningu verður farið yfir grunnatriði eTwinning og alþjóðleg tækifæri sem eTwinning býður upp á kynnt. Farið er yfir það hvernig þú skráir þig inn í vefgáttina, hvernig þú ferð að því að finna samstarfsaðila, hvernig þú byrjar samstarfsverkefni í eTwinning og margt fleira.
Kynningin fer fram á Zoom og er öllum leik- grunn og framhaldsskólakennurum opin sem vilja kynna sér eTwinning og þá möguleika sem standa kennurum til boða, einnig á European School Education Platform.
Taktu endilega samstarfskennara þína með þér!
eTwinning hefur frá árinu 2022 verið hluti af European School Education Platform (ESEP), þar sem kennarar í Evrópu geta fundið námskeið, tæki og tól sem og tækifæri til alþjóðlegs samstarfs. Með eTwinning geta bekkir í mismunandi löndum unnið saman í gegnum örugga stafræna vefgátt – upplifun sem eflir kennara faglega og eykur áhuga nemenda!
Skráning er á https://forms.office.com/e/8mkZPUiH49
Skráningu lýkurl 24. mars kl. 12:00
Um Menntahleðsluna
Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.
Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.
Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi
Eftir fremsta megni er reynt hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur.
Nánari upplýsingar:
Unnur Björk Arnfjörð
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is