
Kynningin fer fram á Zoom og er öllum leik- grunn og framhaldsskólakennurum opin sem vilja kynna sér eTwinning og þá möguleika sem standa kennurum til boða, einnig á European School Education Platform.
Taktu endilega samstarfskennara þína með þér!
eTwinning hefur frá árinu 2022 verið hluti af European School Education Platform (ESEP), þar sem kennarar í Evrópu geta fundið námskeið, tæki og tól sem og tækifæri til alþjóðlegs samstarfs. Með eTwinning geta bekkir í mismunandi löndum unnið saman í gegnum örugga stafræna vefgátt – upplifun sem eflir kennara faglega og eykur áhuga nemenda!
Skráning er á https://forms.office.com/e/8mkZPUiH49
Skráningu lýkurl 24. mars kl. 12:00