
Þátttakendur fá innsýn í áföll sem frávik frá farsæld og læra að skoða hegðun og líðan barna í ljósi aðstæðna þeirra og reynslu. Fjallað verður um áfallamiðaða nálgun og hvernig hægt er að stuðla að bættri líðan og aukinni námsfærni barna með hana að leiðarljósi
Skráningarfrestur er til 12. maí kl. 12:00 hér
Verð: 5000 kr
Kennari: Helga Baldvinsd. Bjargardóttir Aðjunkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Helga hefur sérhæft sig í mannréttindum fatlaðs fólks og þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi útvíkkun jafnréttishugtaksins þannig að það nái yfir stöðu allra jaðarsettra einstaklinga og hópa.