barn
Hvenær
13. maí 2025
16:00 til 18:00
Hvar
Rafrænt
Zoom
Nánar

Hleðslan er ætluð starfsfólki í skóla- og frístundastarfi sem vill dýpka skilning sinn á áhrifum áfalla í skóla- og frístundastarfi

Þátttakendur fá innsýn í áföll sem frávik frá farsæld og læra að skoða hegðun og líðan barna í ljósi aðstæðna þeirra og reynslu. Fjallað verður um áfallamiðaða nálgun og hvernig hægt er að stuðla að bættri líðan og aukinni námsfærni barna með hana að leiðarljósi

Skráningarfrestur er til 12. maí kl. 12:00 hér 

Verð: 5000 kr

Kennari: Helga Baldvinsd. Bjargardóttir Aðjunkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Helga hefur sérhæft sig í mannréttindum fatlaðs fólks og þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi útvíkkun jafnréttishugtaksins þannig að það nái yfir stöðu allra jaðarsettra einstaklinga og hópa. 

 

 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 
Allar nánari upplýsingar: Unnur Björk Arnfjörð verkefnisstjóri

Share