Verkefnisstjórar NýMenntar halda utan um og/eða koma að fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við aðila um land allt. Hér gefst kjörið tækifæri fyrir kennara og þá sérstaklega nemendur að tengja nám sitt með margvíslegum hætti við verkefnin t.d: 

Grunn- og framhaldsskólar um allt land

  • Verkefnavinna í kennsluáætlanaáföngum á MVS. Gerð kennsluáætlana hjá kennurum um allt land, sem taka þátt í NKG, LEGO, Samsýningunni og öðrum menntaverkefnum NýMenntar. Hægt væri að gera kennsluáætlanir sem tengja saman nýsköpun við t.s. samfélagslegar áskoranir, sjálfbærni, nærumhverfið, og almennt við Heimsmarkmiðin.
    Sjá dæmi hér: 
    Kennsluáætlanir ofl. úr Cristal verkefninu | Samsýning framhaldsskólanna

MVS

  • Gerð kennsluáætlana fyrir starfskynningar í skólum.

Vísindasmiðjan

  • Kennsluáætlanir fyrir kennara til að vinna með bekk fyrir og eftir skólahópaheimsóknir.

NKG

  • Greina innsendar NKG hugmyndir s.s. dreifing á landsvísu.

NKG    

  • Greina efnistök og uppbyggingu keppninnar, greina kosti og galla.

MVS

  • Rannsóknarverkefni á tengslum atvinnulífs við skóla.

Menntafléttan

  • Nemendur gætu skrifað stutt/ lengri verkefni um Menntafléttuna - skoðað afmörkuð verkefni - meistararannsókn / doktors með aðkomu kennara sviðsins.

Skólaþróunarverkefni MVS  

  • Unnið er að því að setja á laggirnar, skólaþróunarverkefni sem geta nýst skólum og sveitafélögum. Nemendur gætu nýtt meistaraverkefni sitt í að gera rannsókn á stöðu starf- og skólaþróunar fyrir starfsfólk í skóla- og frístundarstarfi og koma með tillögur til úrbóta.

Námsvistkerfi STEM Ísland  

  • Rannsaka áhrif námsvistkerfis á færni (t.d. kennara og nemenda).

Námsvistkerfi STEM Ísland

  • Rannsaka innleiðingu STEAM í Leikskólann Grænuvelli.

Námsvistkerfi STEM Ísland

  • Rannsaka áhrif námsvistkerfis á viðhorf (t.d. samfélag, foreldra, kennara og/eða nemenda).

NKG

  • Aðstoða við undirbúning og framkvæmd NKG/NKG+.
  • Leiðbeina nemendum á vinnustofu NKG.
  • Leiðbeina nemendum í hugmyndavinnunni/vera Mentorar.
  • Gera keppninni skil fyrir ólíka markhópa í gegnum ólíka miðla.

Samsýning framhaldsskólanna

  • Aðstoða við undirbúning framkvæmd.
  • Leiðbeina nemendum í hugmyndavinnunni og listsköpuninni - vera nokkurskonar Mentorar.
  • Heimsækja þátttökuskóla og ræða við nemendur um mikilvægi list- og verklegra greina og segja frá námi sínu.

Vísindasmiðjan

  • Taka á móti nemendum í skólaheimsóknum í Háskólabíó.

 

Nýsköpunarstofa menntunar

  • Ráðgjöf og margskonar  nýsköpunar- og frumkvöðlastuðningur, tengingar við frumkvöðlaumhverfið,  atvinnulífið og ýmsa nýsköpunarhraðla.
  • Möguleg MA verkefni með Menntatæknifyrirtækjum.

Sköpunarsmiðjan (fyrir nemendur)

  • Aðgengi að sköpunarsmiðjunni og ráðgjöf/stuðningur nemenda í verkefnavinnu / lokaverkefnum / vettvangsnámi.
  • Nemar hafa aðgengi að búnaði út búnaðarbankanum og geta fengið lánað í gengum kennarann sinn.    
  • Nemendur geta setið námskeið sem vekur áhuga þeirra.

Sköpunarsmiðjan (fyrir kennara)

  • Tengja  skapandi kennsluhætti/ sköpunarsmiðjuna í kennslu t.d. með því  að koma inn með verkefni eða kynningar í staðlotu/kennslu - áhersla á forritun.
  • Tengja  skapandi kennsluhætti/ sköpunarsmiðjuna í kennslu t.d. með því  að koma inn með verkefni eða kynningar í staðlotu/kennslu - áhersla á yngri barna kennslu.
  • Erum reglulega með smiðjur og samvinnu í áföngum á deildinni o.fl. Tengja  skapandi kennsluhætti/ sköpunarsmiðjuna í kennslu t.d. með því  að koma inn með verkefni eða kynningar í staðlotu/kennslu - áhersla á stafræna tækni í kennslu.
  • Erum í ýmis konar samstarfi, m.a  um sýnarveruleika.
  • Tengja  skapandi kennsluhætti/ sköpunarsmiðjuna í kennslu t.d. með því  að koma inn með verkefni eða kynningar í staðlotu/kennslu - áhersla á stafrænar kennsluaðferðir í dönskukennslu.
  • Tengja  skapandi kennsluhætti/ sköpunarsmiðjuna í kennslu t.d. með því  að koma inn með verkefni eða kynningar í staðlotu/kennslu - áhersla á sköpun.
  • Erum í mikilli samvinnu við fjölmarga aðila m.a um rannsókn á þróunarverkefinu Mixinu.  

Þetta er alls ekki tæmandi upptalning svo ef þið hafið áhuga á að tengjast þessu og/eða hafið tillögur að aðkomu ykkar með öðrum hætti, endilega hafið samband við verkefnisstjóra viðeigandi verkefnis. Við hvetjum kennara á MVS/HÍ sérstaklega til að hafa samband við verkefnisstjóra, fá þau til að t.d. heimsækja bekkinn eða veita ykkur annan stuðning.

Share