Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasvið (SFS) Reykjavíkurborgar hafa gert með sér samning sem felur í sér að SFS greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða, auk ráðgjafar og leiðsagnar frá MVS til starfsstaða. MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar til dæmis nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar.

Einnig má nefna viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við starfsthrounmvs@hi.is.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um samstarfið.

Bakgrunnur

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og

Logo1

Búnaðarbankinn býður starfsfólki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar upp á tveggja vikna útlán, án endurgjalds, á fjölbreyttum náms- og kenn

Logo2

Mixtúra, sköpunar- og tækniver skóla- og frístundasviðs styður við stafræna tækni í námi, kennslu, leik og störfum.

Nánari upplýsingar

Share