Opin námskeið

Image
Menntavísindasvið loft Stakkahlíð

Opin námskeið

Á Menntavísindasviði er boðið upp á opin námskeið á fjölmörgum sviðum menntavísinda. Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands heldur er sótt um á námsleiðinni Starfsþróunarnámskeið. 

UPPLÝSINGAR OG NÁMSKEIÐSFRAMBOÐ - Haustmisseri 2024

Skráning á haustmisseri 2024 

Skráningarfrestur er til 5. júní 2024. 

Athugið að mikilvægt er að lesa vel upplýsingar í kennsluskrá varðandi hvort námskeið eru kennd í staðnámi eða fjarnámi. Sömu kröfur gilda fyrir nemendur opnu námskeiðanna og almennra nemenda Háskóla Íslands hvað varðar mætingu og verkefnaskil.

Umsókn og skráningargjald 

  • Sótt er um á umsóknarsíðu Háskóla Íslands:
    • Ný umsókn - námsleiðir - Framhaldsnám - Menntavísindasvið - Starfsþróunarnámskeið
  • Umsóknarfrestur er til og með 5. júní fyrir haustmisseri.
  • Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu.
  • Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.
  • Námskeiðin eru öll einingabær og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið sé vilji til frekara náms.

Forkröfur

  • Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu (B.Ed., B.S eða B.A) geta sótt um námskeið 

Athugið!

Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn. 

Námskeið kennd á haustmisseri 2024

 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel uppsetningu námskeiða í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

Númer Heiti Etcs Athugasemd
UME106F Jákvæð sálfræði og velferð 10  
NAF003F Nám fullorðinna og þróun mannauðs 10  
FFU301F Foreldrafræðsla: Stuðningur við foreldra í uppeldishlutverkinu 10 Æskileg undirstaða  FFU101M Inngangur að foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf
UME303G Félagsfræði og saga menntunar  10  
ÞRS101F  Mannréttindi í heimi margbreytileikans 10  
ÞRS103F Þroskaþjálfar í menntakerfinu 10  
INT301G  Pedagogy  10 Nemendur þurfa að hafa lokið a.m.k. 60 ECTS til að skrást í námskeiðið. Kennt á ensku
INT001M  Comparative and international education  10 Kennt á ensku.

 

Námskeið kennd á haustmisseri 2024 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel uppsetningu námskeiða í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

 
Númer Heiti Etcs Athugasemd
HHE501M  Sérfæði og matur við sérstök tækifæri 10 Hámark 25 nemendur. Efnisgjöld 5.500 kr
ÍÞH115F Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt 5 Kennt fyrri hluta misseris.
ÍÞH114F Líkamleg þjálfun barna og unglinga  5 Kennt seinni hluta misseris.
HÍT504M Áhrifaþættir heilsu 5  
HÍT001F  Félagsfærni og sjálfsefling með jákvæðri hópastjórnun 10  
TÓS509M Einelti, forvarnir og inngrip 10  
TÓS102F Tómstundafræði og forysta 10  
TÓS101F  Reynslunám útinám og lífsleikni  10  
ATF101F Einhverfa og þroskafrávik: Snemmtæk kennsla, stuðningur og ráðgjöf  7 Hámark 25 nemendur. 
MAL102F  Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum 10  

 

Námskeið kennd á haustmisseri 2024 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel uppsetningu námskeiða í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

Númer Heiti Etcs Athugasemd
KME108F  Mál og lestrarerfiðleikar  10 Staðnám/Fjarnám/Mætingaskylda
MAL103F  Fjöltyngi og kennslufræði 10 Staðnám/Fjarnám/Mætingaskylda
LSS109F  Leikskólinn og yngstu börnin  10 Staðnám/Fjarnám/Mætingaskylda
STM104F Starfstengd leiðsögn - leiðsagnarhlutverkið  10 Fjarnám/Mætingaskylda 

 

Námskeið kennd á haustmisseri 2024 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel námskeiðin í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

 

Nánari upplýsingar

Mynd af Unnur Björk Arnfjörð Jóhönnudóttir Unnur Björk Arnfjörð Jóhönnudóttir
  • Verkefnisstjóri
5255944 unnurbjork [hjá] hi.is Nýsköpun og menntasamfélag