Opin námskeið

Image
Menntavísindasvið loft Stakkahlíð

Opin námskeið

Á Menntavísindasviði er boðið upp á opin námskeið á fjölmörgum sviðum menntavísinda. Ekki þarf að sækja um formlegt nám við Háskóla Íslands heldur er sótt um á námsleiðinni Starfsþróunarnámskeið. 

UPPLÝSINGAR OG NÁMSKEIÐSFRAMBOÐ VOR 2024 - SKRÁNING TIL 30. NÓVEMBER

Skráning á vormisseri 2024

Athugið að mikilvægt er að lesa vel upplýsingar í kennsluskrá varðandi hvort námskeið eru kennd í staðnámi eða fjarnámi. Sömu kröfur gilda fyrir nemendur opnu námskeiðanna og almennra nemenda Háskóla Íslands hvað varðar mætingu og verkefnaskil.

Umsókn og skráningargjald 

  • Sótt er um á umsóknarsíðu Háskóla Íslands:
    • Ný umsókn - námsleiðir - Framhaldsnám - Menntavísindasvið - Starfsþróunarnámskeið
  • Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember
  • Skráningargjald er 55.000 kr. fyrir allt að tvö námskeið á misserinu.
  • Hafir þú sótt námskeið á haustmisseri greiðir þú 20.000 kr fyrir allt að tvö námskeið á vor- og sumarmisseri 2024.
  • Hægt er að sækja um styrki t.d. frá Vonarsjóði KÍ. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.
  • Námskeiðin eru öll einingabær og hægt er að sækja um að fá þau metin inn á námsleið sé vilji til frekara náms.

Forkröfur

  • Einstaklingar sem hafa lokið fullgildri bakkalárgráðu (B.Ed., B.S eða B.A) geta sótt um námskeið 

Athugið!

Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Allir aðrir eru beiðnir um að senda staðfest afrit af prófskírteini. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn. 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel uppsetningu námskeiða í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða nafn til þess að skoða námskeiðið í Kennsluskrá.

ATHUGIÐ! Mikilvægt er að kynna sér vel uppsetningu námskeiða í kennsluskrá t.d. hvort námskeið sé fjar- eða staðnámskeið.

 

Smelltu á námskeiðsnúmer eða heiti til að skoða það í kennsluskrá.

Skráning á sumarnámskeið er gerð með því að senda póst á hildurarna@hi.is

Námskeiðsnúmer  Heiti ECTS ATH.
TÓS004M Ævintýri og ígrundun: Undir berum himni 5 Fjöldatakmörk
TÓS001M Staðartengd útimenntun 10 Fjöldatakmörk

Nánari upplýsingar

Mynd af Hildur Arna Hakansson Hildur Arna Hakansson
  • Verkefnisstjóri
5255935 hildurarna [hjá] hi.is