Vonargáttin

Meðal markmiða vísindamiðlunar er auka áhuga almennings á vísindum, kynna fyrir almenningi hvers kyns rannsóknir eru stundaðar, og við hvað vísindafólk starfar. Þessi markmið eru sérlega gagnleg fyrir ungt fólk sem hyggur á nám á háskólastigi með möguleika á því að fara til starfa í fræðasamfélaginu. Fyrir þau eru í boði kynningar eins og Háskóladagurinn og aðrar námskynningar, auk þess sem viðburðir á við Vísindavökuna gefa ákveðna innsýn inn í starf vísindafólks.

Inn í þetta samhengi hefur hins vegar vantað setja tækifæri fyrir almenning, sér í lagi ungt fólk, til að skyggnast inn í rannsóknaraðstöður vísindafólksins, en sumt er þess eðlis að það er erfitt að miðla annarsstaðar og það að koma á staðinn raungerir þetta einnig fyrir fólki á máta sem myndir geta ekki.

Framhaldsskólakennarar með ítök eða mikla áræðni hafa reglulega farið með nemendahópa í heimsóknir á rannsóknarstofur sem tengjast námi nemendanna. Til að koma til móts við þennan áhuga er nú, undir vinnuheitinu Vonargáttin, verið að móta ramma utan um aðgengi hópa gesta líkt og framhaldsskólanema að kynningum á starfi vísindafólks á rannsóknarstofum Verkfræði- og raunvísindasviðs. Takist vel til er það markmiðið að búa til heildstæða gátt fyrir almenning til að kynnast þessu merkilega og mikilvæga starfi.

Nánari upplýsingar

Mynd af Martin Jónas Björn Swift Martin Jónas Björn Swift
  • Verkefnisstjóri
5255599 martin [hjá] hi.is vísindamiðlun Nýsköpun og menntasamfélag