Nýsköpun í menntun

Nýsköpun í menntun

Á Nýmennt er unnið að þróun og stuðningi við ný verkefni sem gera kennurum betur kleift að styðja við nám nemenda sinna í síbreytilegu umhverfi 21. aldarinnar.

Menntun er meðal grunnstoða samfélagsins. Hún gegnir því hlutverki að viðhalda menningar- og þekkingararfleifð þess um leið og henni er ætlað að búa fólk undir virka þátttöku í samfélaginu í óvissri framtíð. Þannig endurspeglar menntaumhverfi hvers tíma samfélagið eins og það er, en einnig hvernig það vill verða. Á tímum örra breytinga er menntakerfið kvikur vettvangur breytinga og nýsköpunar.