Efling STEM menntunar

Íslenska menntakerfið stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum. Samkvæmt flestum viðviðum virðist staða náms í stærðfræði og náttúruvísindum vera að veikjast, jafnvel nokkuð hratt, en almennt er mikilvægi náms í þeim greinum nokkuð vel viðurkennt. Á Nýmennt stendur yfir vinna við að greina þessar áskoranir og þau sóknarfæri sem þykja vænleg til árangurs við að mæta þeim.

Upp úr aldamótum stóð Bandaríkjafólk frammi fyrir sambærilegri stöðu og var þá vísað til hóps greina sem vert þótti að efla sem STEM greinar (Science, Technology, Engineering, Math). Mikið púður var lagt í eflingu þeirra en í þeirri vinnu leituðu margir kennarar í verkefnamiðað nám með samþættingu þessara faga en saman við raungreinarnar hafa þá blandast skapandi þættir og verkgreinar. Til aðgreiningar frá klassískari faggreinakennslu hefur verið rætt um STEAM-kennslu í því samhengi og stendur A-ið þá fyrir Arts sem endurspeglar þá sköpun, handverk og verkþekkingu sem felst í slíkri verkefnavinnu. Um slíka vinnu hafa svo verið mótuð sérstök rými sem vísað er til sem sköpunarsmiðjur, gerver, makerspace, eða snillismiðjur.

Dæmi um slíkar smiðjur eru smiðjurnar í Austur-Vestur verkefninu, færanlegu smiðjurnar í Mixinu, snillismiðjan í Hólabrekkuskóla, ...

Á eldri stigum er einnig gróska í kennslu stærðfræði og náttúruvísinda á sérhæfðara formi skildra, en þó aðskildra faggreina.

Greinar tengdar sköpunarsmiðjum:

https://opinvisindi.is/bitstream/handle/20.500.11815/3166/09_1_.pdf

SamSTEM verkefnið:

samstem.hi.is

Nánari upplýsingar

Mynd af Martin Jónas Björn Swift Martin Jónas Björn Swift
  • Verkefnisstjóri
5255599 martin [hjá] hi.is Nýsköpun og menntasamfélag