Menntafléttan

Menntafléttan eru námskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og fagfólk sem starfar við menntun. Rauður þráður hennar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda. Námskeiðin fléttast saman við daglegt starf og viðfangsefni þeirra eru fest í sessi með því að fylgja einföldum þróunarhring, fjórum skrefum sem byggja á rannsóknum á farsælli starfsþróun:

  • að starfsþróun spretti úr önn daglegs starfs og raunhæfum viðfangsefnum
  • að starfsþróun byggi á stöðugum samskiptum og samræðu milli fagfólks
  • að sameiginleg starfsþróun margra á sama vinnustað skili meiri árangri en þegar hún er bundin við einstaklinga.

Sjá nánar...