Markmið Menntamiðju er að vera gátt að starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks í menntakerfinu. Á vef okkar er miðlað óformlegri starfsþróun sem sprettur upp úr grasrót faghópa í menntakerfinu, sem og formlegri starfsþróun af hálfu eigenda Menntamiðju.
Á Menntamiðju er miðlað upplýsingum um styrki og sjóði, viðburði og rannsóknir sem erindi eiga við menntakerfið og hagsmunaaðila.
Menntamiðja er vettvangur fyrir samtarf um þróunarstarf og nýsköpun.