HVENÆR
17. október 2023 14:00 til 18. október 2023 16:30
HVAR
Rafrænt
Á stað í Stakkahlíð og á Zoom
NÁNAR

Sjá frekari upplýsingar hér að neðan

Markmið vinnusmiðjunnar er að rýna í hugtakið menning og að ígrunda eigin þvermenningarfærni og menningarnæmni og hvernig þær nýtast í skólastarfi. Í millimenningarfræðslunni munu leiðbeinendur veita kennurum innsýn í pólskan menningarheim, tungumál, skólakerfi og skólamenningu. Rætt verður um hvernig best sé að mæta nemendum og foreldrum af pólskum uppruna og eiga farsælt samstarf.  
 
Fyrir hverja: Markhópurinn er grunnskólinn (FG og SÍ) þar sem námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla 
Hvenær: Þriðjudagur 17. og miðvikudagurinn18. október kl. 14:00 -16:30 
Hvar: Stakkahlíð Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í streymi á Zoom
Staðfestingargjald: 5000 kr 
Fjöldatakmörk: 40 manns
Kennarar: Renata Emilsson Peskova Menntavísindasviði HÍ og Magdalena Elísabet Andrésdóttir Miðju máls og læsis

SKRÁNING: https://forms.office.com/e/X7ksB7sygF

Image