Menntabúðir: Stafræn tækni og sköpun

Image
HVENÆR
20. mars 2025
14:00 til 16:00
HVAR
Stakkahlíð
Teams
NÁNAR

Sameiginlegar Menntabúðir Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Mixtúru hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 

 

 

 

Fimmtudaginn 20. mars heldur Mixtúra sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur menntabúðir í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Faghóp um skapandi leikskólastarf. Áhersla verður lögð á að kynna verkefni og hugmyndir sem tengjast tækni og sköpun í skóla- og frístundastarfi, menntabúðir.

Leitað er eftir kynningu á verkefnum úr starfi, verkfæri eða námsefni sem tengist tækni og/eða eflingu sköpunar með börnum og ungmennum á Íslandi.

  • Eitthvað sem þú getur kennt okkur og nýtist í skóla- og frístundastarfi.
  • Eitthvað sem þú notar í starfi með börnum og ungmennum t.d. smáforrit, hugbúnaður eða önnur verkfæri.
  • Eitthvað sem þú ert að reyna að leysa eða skapa í vinnunni.
  • Eitthvað sniðugt sem þú gerir árlega?
  • Eitthvað annað sem þér finnst áhugavert og gagnlegt

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum. Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku. 

Allar kynningar fara fram í opnu rými á Menntavísindasviði (Skáli og Fjara) og fá öll afnot af borði og veggplássi (sé þess óskað). Ekki er nauðsynlegt að vera með kynningu allan tímann.

Skráningarfrestur verkefna er til og með 10. mars á https://forms.gle/1CD9Qmu81kae6eUv7 

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir stemmninguna á menntabúðum vorið 2024 

Markhópur: Allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi í öllum sveitarfélögum, nemendur og kennarar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og aðrir áhugasamir um tækni og sköpun í skóla- og frístundastarfi
Tímasetning: Fimmtudagur 20. mars kl. 14:00 - 16:00 (hægt að stilla upp frá kl. 13:00)
Staðsetning: Skáli og Fjara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð 1

Þátttakendur eru hvött til að kíkja á gleðistund á Jörgensen Kitchen & Bar (Laugavegi 120, 105 Reykjavík) eftir að dagskrá lýkur og fagna grósku í menntakerfinu með öðrum áhugasömum.

Nánari upplýsingar veitir: 

Unnur Björk verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði, netfang unnurbjork@hi.is