eTwinning fyrir leikskóla
Í þessari Menntahleðslu kynnumst við eTwinning, sem er öruggt stafrænt umhverfi þar sem kennarar og börn í leikskólum geta unnið saman í alþjóðlegum verkefnum.
Verkefnin geta hjálpað leikskólabörnum að læra um vináttu, fjölbreytileika og menningu í gegnum leik og sköpun og gefur kennurum þannig tækifæri til að miðla námskránni á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.
Við skoðum hvernig hægt er að skrá sig, finna samstarfsaðila í öðrum löndum og hefja einföld og skapandi verkefni sem henta leikskólum.
eTwinning er hluti af European School Education Platform (ESEP) og býður kennurum upp á námskeið, stafrænar lausnir og tengslanet um alla Evrópu.
Hleðslan er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Umsjón: Patricia Segura Valde