Hvenær
18. febrúar 2026
15:00 til 16:00
Hvar
Rafrænt
Zoom
Nánar
Kynning á eTwinning fyrir grunnskóla

Í þessari menntahleðslu kynnumst við eTwinning, sem er öruggt stafrænt umhverfi þar sem kennarar og nemendur í grunnskólum geta unnið saman að fjölbreyttum og skapandi verkefnum með skólum í öðrum Evrópulöndum.
Með eTwinning geta nemendur fengið tækifæri til að læra um menningu annarra landa, æfa tungumál og efla sköpunargleði, samvinnu og stafræna færni.
Farið verður yfir hægt er að skrá sig, finna samstarfsaðila og hefja verkefni sem tengja saman nám og alþjóðlegt samstarf.
eTwinning er hluti af European School Education Platform (ESEP) og býður kennurum aðgang að námskeiðum, stafrænum verkfærum og tengslaneti í Evrópu.

Hleðslan er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

Skráningarhlekkur

Umsjón: Már Ingólfur Másson

 

etwinning
Share