15:00 til 16:00
Nánari upplýsingar veitir Torfi Hjartarson : torfi@hi.is
Drónar í skólastarfi - Kynning fyrir kennara og skólafólk
Matthew Johnson er aðstoðarforseti Volatus Aerospace, alþjóðlegs fyrirtækis um drónalausnir og þjálfun í notkun dróna með aðalstöðvar í Kanada og stýrir þar deild sem fæst við notkun dróna í menntun og landbúnaði. Hann hefur mótað fræðsludagskrár til að hjálpa nemendum, kennurum og leiðtogum í skólastarfi að beita drónum á markvissan hátt í skólastarfi með áherslu á tilraunir sem eru í anda STEM og falla að viðmiðum í námskrá.
Matthew mun deila reynslu sinni sem stærðfræðikennari á gagnfræðastigi og kennsluráðgjafi en hann hefur hjálpað fræðsluumdæmum að nota vinnu með dróna til að auka áhuga á námi allt frá þriðja bekk og upp á háskólastig. Hann kemur til Íslands til að flytja erindi á ráðstefnunni International Symposium on Plastics in the Arctic and Subarctic og greina þar frá samstarfi sínu við Háskólann í Manitoba og um tylft fræðsluumdæma í Kanada og Bandaríkjunum.
Kynning sem Matthew heldur fyrir skólafólk í Reykjavík og nágrenni er öllum opin og fer fram í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Mixtúru - Sköpunar- og upplýsingatæknivers Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur í stofu K-103 við Stakkahlíð kl. 15 þriðjudaginn 21. nóvember og stendur innan við klukkustund.
- Námsleið um grunnskólakennslu með áherslu á upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun
- Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Mixtúra - Sköpunar- og upplýsingatækniver Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
- Nýmennt á Menntavísindasviði