 
  
  Skóli án aðgreiningar byggir á viðurkenningu og þátttöku allra nemenda. Allir nemendur njóta virðingar og ná besta mögulega árangri.
Skólastarf án aðgreiningar er ferli í sífelldri þróun, allt skólastarfið er heildstætt og samþætt og stuðningur er veittur eftir þörfum hvers og eins. Námskeiðið er ætlað kennurum sem sem hafa hug á að skipuleggja og útfæra kennslu sína með áherslu á að sinna fjölbreyttum nemendahóp í kennslustofunni. 
Farið verður yfir aðferðir sem henta vel til að koma til móts við börn með einhverfurófsröskun í almennu skólastarfi, bæði námslega og félagslega. Í hleðslunni verður lögð áhersla á að styðja hinn almenna kennara við að skapa skólaumhverfi sem hentar margbreytilegum nemendahóp. 
Farið verður yfir skipulagningu skólastofunnar, gagnlega kennsluhætti og  hvað nýtist vel til að skipuleggja náms- og félagslega aðlögun nemenda með einhverfu. 
Markmiðið er að efla þekkingu, skilning og færni kennara í vinnubrögðum sem henta sérstöðu og aðstæðum nemenda með einhverfu. 
Hvenær: 1. október 2025
Klukkan: 15:00-17:00
Hvar: Í Sögu eða á Zoom
Skráningarhlekkur skráningarfrestur til og með 29. september.
Skráningargjald 5000 kr
Kennarar: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir - sérkennsluráðgjafi í Tröð og Hlín Magnúsdóttir Njarðvík deildarstjóri stoðþjónustu Helgafellsskóla.
