allirmed
Hvenær
1. október 2025
15:00 til 17:00
Hvar
Rafrænt
Í Sögu eða á zoom
Nánar

Markmið hleðslunnar er að efla þekkingu, skilning og færni kennara í vinnubrögðum sem henta sérstöðu og aðstæðum nemenda með einhverfu. 

Skóli án aðgreiningar byggir á viðurkenningu og þátttöku allra nemenda. Allir nemendur njóta virðingar og ná besta mögulega árangri. 

Skólastarf án aðgreiningar er ferli í sífelldri þróun, allt skólastarfið er heildstætt og samþætt og stuðningur er veittur eftir þörfum hvers og eins. Námskeiðið er ætlað kennurum sem sem hafa hug á að skipuleggja og útfæra kennslu sína með áherslu á að sinna fjölbreyttum nemendahóp í kennslustofunni. 
Farið verður yfir aðferðir sem henta vel til að koma til móts við börn með einhverfurófsröskun í almennu skólastarfi, bæði námslega og félagslega. Í hleðslunni verður lögð áhersla á að styðja hinn almenna kennara við að skapa skólaumhverfi sem hentar margbreytilegum nemendahóp. 
Farið verður yfir skipulagningu skólastofunnar, gagnlega kennsluhætti og  hvað nýtist vel til að skipuleggja náms- og félagslega aðlögun nemenda með einhverfu. 
Markmiðið er að efla þekkingu, skilning og færni kennara í vinnubrögðum sem henta sérstöðu og aðstæðum nemenda með einhverfu. 

Hvenær: 1. október 2025
Klukkan: 15:00-17:00
Hvar: Í Sögu eða á Zoom

Skráningarhlekkur skráningarfrestur til og með 29. september. 

Skráningargjald 5000 kr 

Kennarar: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir - sérkennsluráðgjafi í Tröð og Hlín Magnúsdóttir Njarðvík deildarstjóri stoðþjónustu Helgafellsskóla.

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi.

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is

Allir med
Share