14:30 til 16:30
Mixtúra hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Menntavísindasvið Háskóla Íslands efna til stefnumóts við Gervigreind.
Fyrir öll skólastig.
Menntabúðir kl. 14:30-15:30
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum. Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku. Allar kynningar fara fram í opnu rými á Menntavísindasviði og fá öll afnot af borði og veggplássi (sé þess óskað). Við óskum eftir því að kynnendur séu allan tímann milli kl. 14:30-15:30 en svo er þeim auðvitað frjálst að taka þátt í erindum/vinnustofum kl. 15:30.
Erindi/vinnustofur 15:30-16:30
Dagskrá menntabúða og lýsingar á erindi /vinnustofum: https://bit.ly/stefnumot_vid_gervigreind
Skráningu er lokið
Markhópur: Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi á öllum skólastigum
Tímasetning: Fimmtudagurinn 21. nóv 2024. Kl. 14:30-16:30
Staðsetning: Menntavísindasvið Háskóla Íslands - Stakkahlíð.
Nánari upplýsingar veitir
Unnur Björk verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is