Stefnumót stjórnenda hjá skóla- og frístundasviði og rannsakenda á Menntavísindasviði
14:00 til 15:30
Sækjum saman um í Þróunarsjóð skóla- og frístundaráðs Rvk.
Ert þú rannskandi á Menntavísindasviði og ert með hugmynd að verkefni?
Ertu að leita að þverfaglegu samstarfi?
Komdu á stefnumót við stjórnendur skóla- og frístundsviðs Reykjavíkurborgar og búðu til tengingar sem ekki voru áður til staðar milli þín og stjórnenda hjá SFS
Það er líka hægt að búa til ný verkefni eða vinkla á verkefni sem hafa ekki áður verið til staðar. Skráning hér
Dagskrá
14:00 Hjörtur Ágústsson, skrifstofustjóri Nýsköpunar og þróunar a Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar opnar stefnumótið, segir aðeins frá sjóðnum og fyrirkomulagi stefnumótsins
14:15 Áhugasamir segja í örstuttu máli frá hugmynd/verkefni sínu og hvaða samstarfsaðilum leitað er eftir
14: 30 Myndum tengingar
15:30 Lok stefnumóts - en upphaf nýrra verkefna sem sótt verður um í sjóðinn
Léttar veitingar í boði
Til að áætla fjölda og til að fá smá yfirlit yfir þátttakendur og hugmyndir (ef einhvejar eru), þá endilega skráið ykkur til leiks hér.
Nánar um þróunarsjóðinn
Ákveðið hefur verið að Þróunarsjóður skóla- og frístundaráðs lækki tímabundið í 50 m.kr. Heildarúthlutun á fjárhagsárinu 2025 verður því 50 m.k.
Í ljósi þess hefur verið ákveðið að úthluta ekki styrkjum til A-hluta verkefna sem fram á öllum starfsstöðum og þess í stað verður öllu fjármagni ársins úthlutað til B-hluta verkefna sem til upprifjunar eru stærri samstarfsverkefni þar sem minnst 2 starfsstaðir vinna saman að verkefni yfir 1-3 skólaár.
Forsenda styrkveitingar er að verkefnin byggi á Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósið er virkni og þátttaka barna, fagmennska og samstarf. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði og skulu þróunar- og nýsköpunarverkefni tengjast einum eða fleirum þessara þátta.
Umsóknarfrestur um B-hluta verkefni verður 15. mars 2025 fyrir verkefni sem hefjast 1. júní eru eru til 12 mánaða.
Á vef Menntastefnu Reykjavíkur má finna nánari upplýsingar um B-hluta styrki, reglur sem gilda um styrkina, umsóknaeyðublað og leiðbeiningar. https://menntastefna.is/throunarsjodur/
Nánari upplýsingar veitir:
Unnur Björk verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði: unnurbjork@hi.is