09:00 til 10:45
Þann 8. janúar kl. 15:00 - 16:30 verður viðburður á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í Kletti (K-205) sem heitir Pals fyrir 2. - 6. bekk og markviss orðaforðavinna - Innleiðing og þróun í Bretlandi.
Fyrirlesarar eru:
Dr Emma Vardy, Nottingham Trent háskólanum og Aaron Jordan, aðstoðarskólastjóri, Millfield LEAD Trust
Peer Assisted Learning Strategies (PALS) er gagnreynd aðferð við lestrarkennslu, þróuð í Bandaríkjunum af Doug og Lynn Fuchs. Til eru nokkrar útgáfur af PALS sem hafa verið innleiddar víða um heim með góðum árangri, meðal annars á Íslandi.
Í Bretlandi hófst innleiðing og þróun PALS kennsluefnisins sem ætlað er fyrir 2.-6. bekk fyrir 10 árum. Vegferðin hefur falið í sér þróun sem leiddi til aukinnar áherslu á vinnu með orðaforða til viðbótar við PALS kennsluna.
Á fræðslufundinum fjalla þau Dr. Emma Vardy og Aaron Jordan um innleiðingu á PALS og þróun kennsluhátta sem bættu árangur í lesfimi og lesskilningi. Hluti af vegferð þeirra var að undirgangast mat frá matsstofnuninni Education Endowment Foundation sem staðfesti góðan árangur af kennslunni.
Dr. Emma Vardy er dósent í þroskasálfræði við Nottingham Trent háskólann. Rannsóknir hennar eru á sviði sálfræði menntunar, einkum tengt læsi barna. Dr. Vardy hefur sérstakan áhuga á viðhorfi til lestrar, lestrarhvatningu og yndislestri grunn- og framhaldsskólanema. Nýjustu greinar hennar fjalla um sjónarhorn foreldra á fjölbreytileika lesefnis barna þeirra og um þátttöku dýra umhverfi menntastofnana. Dr. Vardy hefur einnig unnið að gerð leiðbeininga fyrir mat á innleiðingu og framkvæmd hjá TASO (Transforming access and outcomes for students).
Aaron Jordan er aðstoðarskólastjóri í grunnskóla í Leicestershire. Hann hefur kennt á yngsta og miðstigi í 18 ár og hefur verið aðstoðarskólastjóri í 13 ár. Hlutverk hans er meða annars að stýra kennslu í ensku og lestri þvert á skólann (LEAD Academy Trust), innleiða kennsluaðferðir í lestri og þróa lestrarmenningu. Aaron tók þátt í PALS-UK rannsókninni sem hófst haustið 2019 og hefur í samvinnu við Dr. Emmu Vardy þróað nýja nálgun við að greina, kenna og meta orðaforða.
Kærar þakkir fyrir frábæra mætingu á kynningu þeirra Emmu Vardy og Aarons Jordan í gær. Það gleður okkur mjög hvað áhuginn er mikill.
Við munum fylgjast vel með framgangi rannsóknar á PALS í Bretlandi og Starling verkefninu og miðla inn upplýsingum sem við getum fengið t.d. handbók og myndböndum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með facebook síðunni PALS kennarar og einnig síðum
Framtíð menntunar á tímum gervigreindar
Menntakvika verður haldin í 28 skipti í september 2024. Að þessu sinni er þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi.
Nánari upplýsingar:
Berglind Axelsdóttir
verkefnisstjóri læsis og lestrarkennslu
berglinda@hi.is