Þróunarverkefni um foreldrafærni
Markmið þessa verkefnis er að þróa markvissa fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna í samstarfi við leik- og grunnskóla og skólaþjónustu sveitarfélaga.
Markmið verkefnisins endurspegla réttindi barna og foreldra og þær áherslur sem birtast í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna um að öll þjónusta í þágu barna skuli fara fram samkvæmt því sem barni er fyrir bestu. Með verkefninu verður foreldrum veitt fræðsla og stuðningur í uppeldishlutverki sínu af virðingu fyrir rétti og skyldum foreldra við ákvarðanatöku um uppeldi barna sinna, en einnig til sjálfstæðs réttar barna þar sem réttmætt tillit er tekið til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Farsælast er að nýta vettvang leik- og grunnskóla til að veita þá fræðslu og leiðsögn og stuðla þannig að markvissu samstarfi við foreldra og börn sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og trausti.
Nánari upplýsingar
Elsa Valborg Sveinsdóttir |
|
5255591 | elsaborg [hjá] hi.is | Nýsköpun og menntasamfélag |