Læsi og lestrarkennsla

Mikil umræða hefur verið um læsi síðustu ár í kjölfar PISA prófa sem lögð hafa verið fyrir nemendur í 10. bekk frá árinu 2000 eða allt frá því að byrjað var að leggja þau fyrir. Niðurstöður þeirra hafa sýnt æ slakari árangur nemenda í læsi og þá ekki síst drengja.

Við Nýmennt er unnið að því að skoða hvar er hægt að gera betur og skoða til hvaða leiða er hægt að grípa svo hægt sé að snúa þróuninni við. Hluti af því er að kortleggja það nám sem boðið er upp á í kennaranámi við Háskóla Íslands. Einnig stendur til að efla starfsþróunarnámskeið fyrir kennara sem vilja bæta við hæfni sína í lestarkennslu.

Þá er ætlunin að efla læsi og lestrarkennslu innan og utan háskólastigsins í samvinnu við stjórnvöld, sveitarfélög, menntastofnanir og aðra hagaðila.

Vonir standa einnig til að efla almenna umræðu og leiða hana á uppbyggilegar og faglegar brautir.

Heimasíða Rannsóknarstofu um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna 

Lesvefurinn

Nánari upplýsingar

Mynd af Berglind Axelsdóttir Berglind Axelsdóttir
  • Verkefnisstjóri
5255374 berglinda [hjá] hi.is Nýsköpun og menntasamfélag