12:30 til 14:15
Nýsköpunarstofa menntunar stendur fyrir málstofu um inngildandi menntatækni.
Með inngildandi menntatækni er átt við stafrænar lausnir sem styðja við inngildingu í skólastarfi, þar á meðal málnotkun, fjöltyngi og læsi.
Framtíð menntunar á tímum gervigreindar
Menntakvika verður haldin í 28 skipti í september 2024. Að þessu sinni er þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi.
Nánari upplýsingar:
Berglind Axelsdóttir
verkefnisstjóri læsis og lestrarkennslu
berglinda@hi.is