15:00 til 16:30
Fræðimenn hafa bent á að barnauppeldi hafi orðið flóknara í takt við breytingar í samfélaginu og að það krefjist meiri þekkingar.
Markmið verkefnisins Föruneyti barna er að þróa fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra í samstarfi við leik- og grunnskóla, þar sem skólasamfélagið er talið vera góður vettvangur fyrir slíkt.
Um 60 leik- og grunnskólar mynduðu samráðshóp sem hélt fundi frá september 2023 til vorsins 2024. Niðurstöður sýndu að efla þurfi samstarf skóla og foreldra og að fræðsla henti best innan skólatíma. Námskeiðið Invest in Play, sem einblínir á góð samskipti milli foreldra og barna, verður prófað í leik- og grunnskólum haustið 2024, meðal annars í Akraneskaupstað, sem hluti af innleiðingu farsældarlaga.
Nánari upplýsingar:
Elsa Valborg Sveinsdóttir
verkefnisstjóri Föruneyti barna
elsaborg@hi.is
Framtíð menntunar á tímum gervigreindar
Menntakvika verður haldin í 28 skipti í september 2024. Að þessu sinni er þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Því er sérstaklega kallað eftir ágripum og málstofum tengt þessum þemum, ásamt öðrum fjölbreyttum viðfangsefnum sem varpa ljósi á grósku á sviði menntavísinda.
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram að hausti ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi.