HVENÆR
29. janúar 2025
20:00 til 22:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Margir kennarar lúra á góðum hugmyndum eða eiga efni sem þau langar að klára en skortir svigrúmið til að raungera þær eða fullvinna. Til að auðvelda kennurum sem ekki hafa reynslu af styrkumsóknum að sækja um ætla Rannís og Nýmennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands að standa fyrir vinnusmiðju fyrir kennara sem hafa áhuga á að sækja um í Þróunarsjóði námsgagna.

Í vinnusmiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að móta hugmyndir sínar, fá endurgjöf, ráðleggingar um hvað gerir farsæla umsókn, og aðstoð við að skrá sig inn og kynnast forminu.

Þróunarsjóður námsgagna býður upp á almenna þróunarstyrki upp á allt að tveimur milljónum eða þróunar- og útgáfustyrk upp á allt að fjórum milljónum króna.  

Skráning fer fram á: https://bit.ly/throunarsjodur2025

Vinnustofan verður haldin á Zoom. 

 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is