Menntahleðsla - Ofbeldi og hegðunarvandi nemenda

Image
HVENÆR
26. febrúar 2025
15:00 til 17:00
HVAR
Rafrænt
Zoom
NÁNAR

Markmið hleðslunnar er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði ofbeldishegðun nemenda og hegðunarvanda.

Ofbeldishegðun og hegðunarvandi er vaxandi innan skólakerfisins.

Rannsóknir sýna að nemendur beita ofbeldi vegna vanlíðanar, geðrænna erfiðleika, skorts á viðeigandi bjargráðum, samskiptahæfni og fleiri þátta.

Ábyrgð starfsfólk skóla er mikil og mikilvægt að koma til móts við þarfi nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður.

 

Skráningarhlekkur

Skráningargjald 5000 kr 

Kennari: Soffía Ámundadóttir

Soffía er með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Ásamt því að vera grunnskólakennari er Soffía leikskólakennari, með BA gráðu í táknmálsfræðum og táknmálstúlku. Hún er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana og stundar nám í Jákvæðri sálfræði.

Soffía hefur starfað síðustu 30 ár bæði í leik- og grunnskóla, síðast í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn með tilfinninga- og hegðunarvanda. Soffía starfar einnig á neyðarvistun Stuðla og hefur kennt námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda víða um land. 

 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is

Image