HVENÆR
23. október 2024
19:30 til 21:00
HVAR
Stakkahlíð
NÁNAR

Þessi menntahleðsla er fyrir kennara sem búa að efni sem þau vilja koma fyrir á vefnum til að geta deilt með öðrum eða þróað í samstarfi við aðra kennara. 

Þátttakendur kynnast þremur tólum - Wordpress, Google Sites og Kennarakvikunni - og fá kennslu á því hvernig setja má efni inn á þau. 
Meirihluti þessarar menntahleðslu er á formi vinnusmiðju þar sem þátttakendur setja inn eigið efni og fá aðstoð við það.
Við lok vinnusmiðjunnar eiga þátttakendur að:

  • Þekkja til kosta og galla helstu verkvanga til deilingar efnis.
  • Hafa sett upp eigin Wordpress eða Google Site vef, eða notanda á Kennarakvikunni.
  • Hafa sett efni inn á minnst einn verkvang og vera fær um að halda því áfram.
  • Vita hvernig stilla megi útlit á völdum verkvangi og halda honum við.
  •  

Þátttakendur koma með eigin tölvu og kennsluefni sem þau vilja koma á vefinn.

Kennari: Martin Jónas Björn Swift verkefnastjóri á Nýmennt
Skráningarfrestur til 20. október 2024.

Skráningarhlekkur 

Hvenær: 23. október 2024
Klukkan. 19:30-21:00
Hvar: Klettur - Menntavísindasviði og á Zoom
Fyrir hverja: Öll áhugasöm um að koma efni sínu á framfæri

Skráningargjald: 5000 kr. 

 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is