Menntahleðsla: Ertu að tengja? Að lesa í hegðun og líðan nemenda í kennsluumhverfi
15:00 til 16:00
Menntahleðsla sem aðstoðar kennara við að lesa í hegðun nemenda sinna inní kennsluumhverfinu.
Seinni hluti þar sem opið er fyrir dýpri umræður um verkfæri, dæmi úr daglegu starfi eða ítarefni til að styrkja sig betur með þeim verkfærum sem verður farið yfir.
2. apríl var fjallað um:
- Heila- og taugaþroska barna og hvernig umhverfið getur mótað heila barna
- Áhrif streitu á samskipti, spennustig og hvernig minnkum við spennustig barna
- Hvernig er hægt að mæta börnum til að ýta undir samvinnu og hvernig getum við betur skilið þarfir þeirra í krefjandi aðstæðum?
- Tengslamyndun og samvera og hvernig börn leita í öryggi hjá umönnunaraðilum með ólíkri birtingamynd.
- Tilfinningalæsi og reiðiköst : Verkfæri til að taka á móti stórum tilfinningum og reiðiköstum þar sem eru nemendur með ólikar þarfir?
- Umræður og verkfæri til að styðja við fagaðila í skólaumhverfi
Miðvikudagurinn 9. apríl - 15:00-16:00 Fyrirspurnir og dýpri umræður um verkfæri
Kennari: Ásgerður Arna Sófusdóttir hjúkrunarfræðingur og teymisstýra í fjölskylduteymi hjá Geðheilsumiðstöð barna.
Skráning er á https://forms.office.com/e/BYV0L2TDFq
Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.
Skráningargjald 5000 kr.
Um Menntahleðsluna
Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.
Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.
Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi
Eftir fremsta megni er reynt hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur.
Nánari upplýsingar:
Unnur Björk Arnfjörð
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is