HVENÆR
30. október 2024
15:00 til 17:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Á þessu námskeiði köfum við ofan í Canva fyrir kennara svo þú getir nýtt þér alla þá fjölmörgu möguleika sem forritið býður upp á.

Að námskeiði loknu kannt þú m.a. að:

  • Sérsníða og laga að þínum þörfum kennslustundir sem eru tilbúnar í canva.

  • Hala upp eigin námsefni og endurvinna það í canva.

  • Nota “Magic Studio” til hins ítrasta.

  • Nota viðbætur (öpp í canva).

  • Gera vefsíðu fyrir kennsluna. 

  • Nota flýtihnappa í Canva.

Gott er að þátttakendur hafi tvo skjái t.d. síma fyrir Zoom og tölvu til þess að geta unnið í canva um leið og við förum yfir efnið. Nauðsynlegt er að vera með kennara aðgang.

Kennari: Guðrún Pétursdóttir 

Skráningarhlekkur  

Skráningargjald 5000 kr 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is