HVENÆR
25. september 2024
15:00 til 17:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Á þessu námskeiði lærir þú grunnatriði í Canva svo þú getir byrjað að nota forritið á markvissan hátt

Að námskeiði loknu hefur þú lært að:

  • Stofna kennara aðgang, sem er frír aðgangur að öllu sem Canva býður upp á.
  • Nýta þér sniðmát og og vinna með öðrum í sama skjali.
  • Hlaða upp eigin myndum myndböndum og skjölum og vinna með.
  • Búa til möppur og skipuleggja svæðið þitt.
  • Og margt fleira sem skiptir máli til að geta nýtt sér forritið sem best til að einfalda sér vinnuna.

Gott er að þátttakendur hafi tvo skjái t.d. síma fyrir Zoom og tölvu til þess að geta unnið í canva um leið og við förum yfir efnið

Kennari: Guðrún Pétursdóttir grunnskólakennari og Canva sérfræðingur

Skráningarhlekkur 

Skráningargjald 5000 kr 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is