HVENÆR
2. nóvember 2023 14:30 til 7. nóvember 2023 17:00
HVAR
Stakkahlíð
NÁNAR

Menntahleðsla: Breakout EDU í skólastarfi

Vantar þig leiðir til að efla þrautseigju, lausnamiðun, samvinnu og samræður í kennslustofunni?Viltu hjálpa nemendum að hugsa út fyrir kassann? Þá er Breakout EDU frábær viðbót í kennslustofuna þína. Markmiðið er að leysa þrautir áður en tíminn rennur út. Til þess fá nemendur vísbendingar sem hjálpa þeim að opna lása. Breakout EDU hentar öllum aldri, öllum námsgreinum og er frábær skemmtun. Þá er Breakout EDU frábært hófefli fyrir nemendur sem fullorðna. 

Skráning hér 

Fyrir hverja: Grunnskólinn (Félagsmenn FG og SÍ) þar sem námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla 
Hvenær: Fyrri hluti fimmtudaginn 2. nóv 14:30 - 16:30 og seinni þriðjudaginn 7. nóvember frá kl. 14:00 - 17:00 
Hvar: *Ath. Námskeiðið fer aðeins fram á stað í Stakkahlíð Menntavísindasvið Háskóla Íslands*
Staðfestingargjald: 5000 kr 
Fjöldatakmörk: 24** 

Um námskeiðið
Fyrri hluti 
Þátttakendur fara í gegnum áþreifanlegan og stafrænan Breakout EDU leik. Við skoðum leiðir til að nýta Breakout EDU í kennslu og förum í gegnum hvernig Breakout leikur er búinn til. Hefjumst svo handar við að búa til leik.

Seinni hluti
Höldum áfram að búa til leiki, setjum leikinn upp og prufukeyrum í lokin.

Kennarar: Hildur Arna Håkansson grunnskólakennari og verkefnastjóri á MVS HÍ og Nanna María Elfarsdóttir grunnskólakennari hjá Brekkubæjarskóla á Akranesi

Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 29. október (fyrr ef námskeiðið fyllist fyrr*). 
Þann 30. okt fá þátttakendur sendan greiðsluhlekk frá Pei til að greiða skráningargjald. 
Póstur með nánari staðsetningu verður sendur á þátttakendur 1. nóvember.

* Vonir standa til að við getum boðið upp á námskeið á landsbyggðinni eftir áramót
**Verði eftirspurn mikil verður reynt að endurtaka Menntahleðsluna

Fyrirspurnir sendast á: hildurarna@hi.is 

Image