HVENÆR
24. september 2024
16:00 til 18:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu starfsfólks starfsfólks i skóla- og frístundastarfi á ADHD og þeim áskorunum sem því fylgir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað  ADHD er og fái hagnýt ráð við umönnun barna og ungmenna með ADHD til að styrkja hæfileika þeirra og þannig að vellíðan allra aukist í skólaumhverfinu.  

Skráning á https://bit.ly/adhd

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og virkum samræðum þátttakenda.

Umsjón Hlín Magnúsdóttir Njarðvík og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir 

Skráningarfrestur til 22. september 2024.

Fyrir hverja:Starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur.