14:00 til 16:00
Kynning fyrir meistaranema á MVS
Langar þig að fá spennandi hugmynd fyrir meistaraprófsverkefnið þitt eða fá tækifæri til að ræða hvernig hægt er að tengja fræði og framkvæmd?
Boðið verður upp á samtal við meistaranema sem farnir eru að huga að meistaraprófsverkefni sínu.
Í kynningunni verður fjallað stuttlega um menntastefnu Reykjavíkur, farið yfir áhugaverð viðfangsefni sem unnið er að í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og geta orðið að spennandi viðfangsefni í meistaraprófsverkefnum.
Einnig munum við benda á sniðugar leiðir til að koma hagnýtum meistaraprófsverkefnum á framfæri s.s. eins og í gegnum starfsþróunarmöguleika, í verkfærakistur og annað.
Hvenær: 31. október 2023
Hvar: Í stofu K-208
14:00 - 15:00
Kynning í stofu K-208
Fríða Bjarney Jónsdóttir, frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar
Hildur Arna Håkansson, verkefnastjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
15:00 - 16:00
Opið í Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Fyrirspurnir má senda á netfangið hildurarna@hi.is