Menntahleðsla: Ertu að tengja? Að lesa í hegðun og líðan nemenda í kennsluumhverfi

Image
HVENÆR
2. apríl 2025
15:00 til 17:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Menntahleðsla  sem aðstoðar kennara við að lesa í hegðun nemenda sinna í kennsluumhverfi þeirra.

Þessi Menntahleðsla er haldin tvo miðvikudaga: 

2. apríl kl. 15:00-17:00 og 9. apríl 15:00-16:00

Miðvikudaginn 2. apríl verður m.a. fjallað um:
- Heila- og taugaþroska barna og hvernig umhverfið getur mótað heila barna
- Áhrif streitu á samskipti, spennustig og hvernig minnkum við spennustig barna
- Hvernig er hægt að mæta börnum til að ýta undir samvinnu og hvernig getum við betur skilið þarfir þeirra í krefjandi aðstæðum?
- Tengslamyndun og samvera og hvernig börn leita í öryggi hjá umönnunaraðilum með ólíkri birtingamynd.
- Tilfinningalæsi og reiðiköst : Verkfæri til að taka á móti stórum tilfinningum og reiðiköstum þar sem eru nemendur með ólikar þarfir?
- Umræður og verkfæri til að styðja við fagaðila í skólaumhverfi

Miðvikudaginn 9. apríl er opið fyrir dýpri umræður um verkfæri, dæmi úr daglegu starfi eða ítarefni til að styrkja sig betur með þeim verkfærum sem verður farið yfir.

Kennari:  Ásgerður Arna Sófusdóttir hjúkrunarfræðingur og teymisstýra í fjölskylduteymi hjá Geðheilsumiðstöð barna.

Skráningargjald 5000 kr og verður sendur greiðsluhlekkur í gegnum PEI. 

Skráning er á https://forms.office.com/e/BYV0L2TDFq

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.

 

Um Menntahleðsluna

Menntahleðsla Menntavísindasviðs eru stutt endurmenntunarnámskeið  fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. 

Námskeiðin eru misjöfn að lengd, allt frá einni klukkustund yfir í lengri hleðslur sem skiptast jafnvel í tvö til þrjú skipti.

Leitast er eftir að hafa efni Menntahleðslunnar fjölbreytt svo þau henti fjölbreyttum hóp sem starfar við skólaþjónustu á Íslandi

Eftir fremsta megni er reynt  hafa námskeiðin aðgengileg fyrir öll, óháð búsetu og því er lagt upp með að hleðslurnar séu kenndar rafrænt sé þess kostur. 

Nánari upplýsingar:

Unnur Björk Arnfjörð 
verkefnisstjóri starfsþróunar á Menntavísindasviði
unnurbjork@hi.is