Áskoranir í skólastarfi er allmargar. Í þessari fyrirlestrarröð byrjum við á ofbeldi og hegðunarvanda.
Undanfarin misseri hefur ofbeldis- og hegðunarvandi aukist í skólum landsins. Rannsóknir sýna að nemendur beita ofbeldi meðal annars vegna vanlíðunar, geðrænna erfiðleika og skorts á viðeigandi bjargráðum í samskiptum.
Í rannsóknarverkefni Soffíu Ámundadóttur, Við sættum okkur ekki við ofbeldi: reynsla stjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur, skoðaði hún reynslu skólastjórnenda af ofbeldi af hálfu nemenda. Niðurstöðurnar vöktu upp áleitnar spurningar um ofbeldi nemenda og hvaða verkfæri stjórnendur hefðu til að leysa slík mál.
Ábyrgð skólafólks er mikil og mikilvægt er að koma til móts við þarfir nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður, en eitt af því sem kom fram var að tl að sporna við ofbeldi innan skólanna sé mikilvægt að hafa skýran ramma og afleiðingar.
Skráning til og með 23. janúar.
Kennari: Soffía Ámundadóttir
Soffía er með M.Ed í stjórnun menntastofnana, B.Ed próf í leik- og grunnskólakennslu auk BA gráðu í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun.
Soffía er með 30 ára reynslu innan leik- og grunnskóla, síðast í Brúarskóla. Soffía starfar einnig á neyðarvistun Stuðla og hefur kennt námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda víða um land í skóla- og frístundastarfi.
Soffía er verkefnisstjóri Menntafléttunnar á Nýmennt,MVS Háskóla Íslands.